Lands­teymið

Landsteymið starfar á grunni nýrra farsældarlaga og samþættingu í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá Landsteyminu geta börn, foreldrar og kennarar og starfsfólk skóla á öllum skólastigum, á einum stað fengið stuðning og ráðgjöf um úrræði, leiðir og lausnir þvert á kerfi.

Ef þig vantar ráðgjöf og stuðning í tengslum við skólamál barns í leik-, grunn- eða framhaldsskóla þá getur þú haft samband á símatíma, með tölvupósti eða með því að fylla út formið hér fyrir neðan og við tökum málið áfram í sameiningu

Símatími er alla daga kl. 10 - 12. 514-7540 📞

Hvernig virkar Landsteymið?

1.

Mál berst til teymis og ráðgjafi er tengdur við málið

🙇

2.

Ráðgjafi aflar upplýsinga og kortleggur áherslur og það sem hefur verið gert og hvað þarf að gera.

👩‍🔧

3.

Gerð er áætlun um viðbrögð og verkefnum úthlutað á viðeigandi aðila.

🎯

4.

Að ákveðnum tíma liðnum fer fram endurmat og er þá áætlun endurskoðuð ef markmið hafa ekki náðst.

🧩