Grindavík, þjónusta, úrræði, börn, ungmenni

Þjónustuúrræði fyrir börn og ungmenni frá Grindavík

Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um fjölbreytt þjónustuúrræði fyrir börn og ungmenni sem geta gagnast börnum og ungmennum frá Grindavík. Mörg úrræði falla undir almenn þjónustuúrræði hjá skóla-, félags- eða heilbrigðiskerfinu. En einnig eru þarna almenn og sérhæfð úrræði á vegum opinbera stofnanna, félagasamtaka og annara þjónustuúrræða.

Ef þú eða barnið þitt eru að takast á við áskoranir og finnur ekki upplýsingar um viðeigandi úrræði þá er t.d. hægt að hafa samband við þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga varðandi ákveðin atriði eða við Landsteymið í tengslum við skólamál og óska eftir leiðsögn þar.

Hér má nálgast yfirlit yfir fjölbreytt þjónustuúrræði fyrir börn og ungmenni flokkuð eftir skólastigum.